Fréttir

Dagur aðgengis fyrir alla

22.2.2017

https://www.facebook.com/events/152374168591734/

11. mars 2017
“Dagur aðgengis fyrir alla”

Dagurinn er hugsaður sem hvatning fyrir alla hreyfihamlaða til að prófa eitthvað nýtt, hvort sem það er að fara í bíó, fara á kaffihús, söfn eða annað sem hugurinn girnist. Einnig er þetta tækifæri fyrir rekstraraðila að vekja athygli á að þeir mismuni ekki landsmönnum á grundvelli hreyfihömlunar og auka með því viðskipti sín og jákvæða umfjöllun.

Atburðurinn hófst í Bretlandi árið 2015 og hefur síðan breiðst út til annara landa. Rekstraraðilar eru í auknum mæli farnir að líta á gott aðgengi sem viðskiptatækifæri frekar en “leiðinda” skyldu sem þurfi að uppfylla samkvæmt lögum.

Við vonum að fyrirtæki um allt land muni vekja athygli á aðgengi sínu fyrir alla en ekki bara suma. Þau fyrirtæki sem verða með verða skráð á  Facebook viðburðarsíðu dagsins.

Viðburðurinn er unninn í samvinnu við Euans guide sem safnar upplýsingum um aðgengilega staði víða um heim. Vefsíða þeirra er: https://www.euansguide.com/ Einnig eru góðar upplýsingar á vefsíðu dagsins: https://www.disabledaccessday.com/home/

Markmið MND með deginum er:

  • Að hvetja hreyfihamlað fólk, vini þeirra, fjölskyldur og umönnunaraðila til að reyna eitthvað nýtt.
  • Að efla sjálfsöryggi hreyfihamlaðra til að sækja staði og viðburði eins og annað fólk. Rjúfa um leið félagslega einangrun þeirra.
  • Að auka vitund um mikilvægi aðgengis hreyfihamlaðra bæði vegna mannréttinda og viðskipta.