Fréttir

Upplifunar- og handleiðslunámskeið fyrir iðjuþjálfa

26.8.2014

Iðjuþjálfafélag Íslands, í samstarfi við Háskólann á Akureyri, býður upp á námskeið í upplifun og handleiðslu fyrir iðjuþjálfa.

Markhópur:  Iðjuþjálfar þurfa að hafa a.m.k. 18 mánaða starfsreynslu. Námskeiðið styrkir þá sem vilja auka færni í starfi, nýta sjálfan sig betur sem verkfæri, upplifa og fá hugmyndir um skapandi iðju og auka sjálfsskilning og sjálfstraust.

Tímabil:  1.okt.- 3.des. 2014

Dagar:  Miðvikudagar kl. 14.30-17.00

Kennslumagn:  37 kennslustundir  sem dreifast á 10 skipti

Kostnaður:  85.000.- sé greitt f. 8. sept. annars 95.000.- 
(munið
Starfsmenntunarsjóð BHM og Starfsþróunarsetur BHM)

Staður:  Hlutverkasetur, Borgartúni 1, 105 Reykjavík

Skráning sigl@bhm.is og ebba@hlutverkasetur.is

Greiðslur:  Leggist inn á reikning  IÞÍ:  kt. 420980-0199, banki: 0336-26-060816

Hámarksfjöldi:   15 manns og lágmark 10

Leiðbeinendur:
Elín Ebba Ásmundsdóttir, dósent í iðjuþjálfun við HA;
Sylviane Lecoultre, iðjuþjálfi
Trausti Ólafsson, doktor í leiklistarfræðum 
Anna Henriksdóttir,  myndmenntakennari

Markmið: Að tengja fræðin við reynslu á vettvangi, efla færni s.s. í framkvæmdagreiningu, þjónustuferlinu og samskiptum. Í námi í iðjuþjálfun eru tengsl iðju og heilsu greind frá ýmsum sjónarhornum á fræðilegum forsendum. Í náminu gefst hins vegar lítill tími til beinnar þátttöku t.d. í skapandi iðju. Ýmsar spurningar vakna þegar á  vettvang er komið.  Fyrri hluti námskeiðsins byggir á beinni þátttöku í iðju sem tengist sköpun með ólíkum aðferðum.  Seinni hluti námskeiðsins  er faghandleiðsla. Eftir áramót verður  boðið upp áframhaldandi  faghandleiðslu, fyrir þá sem þess óska, til að skoða frekar  samskipti  og  hópstjórn. 

Nánar um leiðbeinendur:  Allir leiðbeinendur eru með áratuga reynslu í sínum fögum; listsköpun, faghandleiðslu, og innsæisíhlutun.                                                                                                                     

Anna Henriksdóttir, er myndlistamaður. Hún lauk meistaranámi í listkennslu við LHÍ 2012 og hefur frá 2009 séð um listsköpunarnámskeið í Hlutverkasetri. 

Elín Ebba Ásmundsdóttir, dósent við HA og framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs. Hún varð iðjuþjálfi 1979, fékk handleiðsluréttindi 1988, lauk meistaranámi í iðjuþjálfu 1996 og diplóma í fötlunarfræði 2011. Hún veitti, lengst af, iðjuþjálfun geðdeilda LSH forstöðu (1981 – 2007), hefur veitt  tugum iðjuþjálfa handleiðslu, kennt við HA frá 1999 og komið að mörgum nýsköpunarverkefnum. 

Sylviane Lecoultre, varð iðjuþjálfi 1977. Hún tók námskeið í handleiðslufræðum 1986 og 1987. Hún er einn reyndasti leiðbeinandi  fyrir  iðjuþjálfanema í vettvangsnámi og starfaði lengst af sem yfiriðjuþjálfi við geðdeild LSH Klepp og Eiríksgötu (1981 –2014). 

Trausti Ólafsson, er sérmenntaður í geðmeðferð með leikrænum aðferðum m.m. Hann lauk doktorspróf í leiklistarfræðum 2010. Trausti hefur lengst af starfað við kennslu í Háskóla Íslands  (2004 – 2014), stundað meðferðarstörf, sett upp leiklistarsýningar og leiðbeint á námskeiðum í Hlutverkasetri frá 2008.

Frekari fyrirspurnum svara Sylviane Lecoultre og Elín Ebba Ásmundsdóttir sylviane@hlutverkasetur.is  (8456525) og ebba@hlutverkasetur.is ( 6977471)