Fréttir

Erasmus +

26.9.2014

Iðjuþjálfafélag Íslands getur sótt um styrki vegna samstarfsverkefnis á sviði starfsmenntunar í gegnum Erasmus + áætlunina.

Ef einhverjir iðjuþjálfar þarna úti hafa hug á eða vita um spennandi samstarfsverkefni við stofnanir eða félög erlendis, þá endilega hafið samband við stjórn IÞÍ og við skoðum þetta í sameiningu. Lögaðilar í þátttökulöndunum 34 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 27, EFTA löndin Ísland, Lichtenstein og Noregur auk Tyrklands og Makedóníu.