Fréttir

Vísindadagur iðjuþjálfunar á Landspítala

20.11.2014

Fagráð iðjuþjálfunar LSH hélt málþing föstudaginn 7. nóvember s.l. í tilefni alþjóðadags iðjuþjálfunar. Dagskráin var fjölbreytt og vel sótt. Erindi fjölluðu um þjónustuferli iðjuþjálfa á hinum ýmsu starfsstöðvum þeirra á LSH, eiginleika þjónustuferlanna OTIPM og MOHO, notkunarmöguleika A-ONE og tengsl þeirra við OTIPM og þróun A-ONE í ljósi líkansins um samspil vettvangsþátta. Tvö síðast nefndu erindin voru flutt af Guðrúnu Árnadóttur á heimsþingi iðjuþjálfa í Yokohama Japan í júní á þessu ári.Fulltrúar í fagráði iðjuþjálfunar LSH eru: Aldís Ösp Guðrúnardóttir, Eyrún Björk Pétursdóttir, Guðrún Árnadóttir, Harpa Ýr Erlendsdóttir, Helga Jóna Sigurðardóttir og Sigrún Garðarsdóttir.