Fréttir

Verkfallsaðgerðir og samstöðufundir

9.4.2015

76 iðjuþjálfar starfandi hjá ríkinu leggja niður störf í dag 9. apríl frá kl.12.00-16.00

Nú er gríðarlega mikilvægt að við stöndum saman - sama hvort við störfum hjá ríki, borg, sveit eða á almennum markaði.

Við þurfum að fá menntun metna til launa!

Dagskrá í Reykjavík
Hittumst á Lækjartorgi kl. 13:00, afhendum ráðamönnum áskorun og fundum svo í Rúgbrauðsgerðinni.

Dagskrá á Akureyri
Kl.12.00
Fólk safnast saman í aðalanddyri SAk (og ganginum þar innaf)
Gengið saman út í Lystigarð, svæðið milli þjónustuhúss og garðskála

Nú er mikilvægt að fjölmenna og sýna samstöðuna í verki!

Iðjuþjálfafélagið hvetur félagsmenn sína til að sýna stuðning sinn í verki á meðan verkfallsaðgerðum stendur.
 Sendum baráttukveðjur til félagsmanna okkar sem starfa hjá ríkinu og segjum: Menntun er máttur #aframBHM

Með því að smella á myndirnar þá farið þið inn á viðburð á Facebook tengda fundunum