Fréttir

Úrskurður gerðardóms 14. ágúst 2015.

18.8.2015

Gerðardómur birti úrskurð sinn um kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kl.14.00 þann 14. ágúst sl.

Með úrskurðinum eru stigin fyrstu skref í þá átt að meta menntun til launa.  
Hér er Úrskurðurinn í heild

Hér er stutt samantekt á helstu atriðum samningsins:

Gildistími úrskurðarins hjá BHM-félögum er frá 1. mars 2015 til 31. ágúst 2017, tvö og hálft ár. BHM-félögin sóttu það stíft að vera ekki bundin til langs tíma af lögþvingaðari niðurstöðu og ber að fagna að á það hafi verið hlustað. Gildistími úrskurðar Fíh er hins vegar 4 ár og í honum eru endurskoðunarákvæði líkt og í samningum sem gerðir hafa verið undanfarið. Það eru engin uppsagnarákvæði eru í úrskurði BHM.

Launaliður niðurstöðunnar er í nokkrum þáttum.

Í fyrsta lagi er launataflan leiðrétt, þannig að bil á milli launaflokka eru nú 5% hlaðsett og 2,5% hliðsett. Þessi leiðrétting er afturvirk frá  1. mars sl. og ofan á hana bætist 7,2% launahækkun.

Þann 1. júní 2016 hækka launatöflur um 5,5%. Við það bætist 1,65% framlag vegna  menntunarákvæða sem þarf að útfæra nánar.

Þann 1. júní 2017, fá félagsmenn sem voru í starfi í apríl og maí sama ár, eingreiðslu að upphæð kr. 63.000, (miðað við fullt starf) hlutfallslega út frá starfshlutfalli.

Engar bókanir eru í úrskurðinum hvorki almennar né varðandi sérkröfur einstakra aðildarfélaga BHM. Það var túlkun gerðardóms að þær lægju utan verksviðs hans. BHM hafnaði ítrekað þeirri túlkun enda ljóst að bókanir eru og hafa verið hluti kjarasamninga.