Fréttir

Framtíðarþing Iðjuþjálfafélags Íslands - hvert stefnum við?

23. október 2015

11.10.2015


Kæru félagsmenn IÞÍ

Við þökkum fyrir góðar undirtektir í skráningu á Framtíðarþingið, það eru þó enn laus sæti - fyrstir koma, fyrstir fálokadagur skráningar er 19.okt. 
Gert er ráð fyrir 80 þátttakendum og 15 borðstjórum. Skráð verður á biðlista og þátttakendur af honum verða hugsanlega kallaðir inn með stuttum fyrirvara.

Á þinginu verður m.a. rætt um væntingar félagsmanna til félagsins, framtíðarsýn, hlutverk, ímynd og sýnileika þess og því er þetta frábært tækifæri til að hafa áhrif á starf félagsins og koma hugmyndum á framfæri.

Fundarfyrirkomulagið verður í anda þjóðfundar, þar sem unnið er í minni hópum. Átta manns við borð sem ræða saman undir leiðsögn borðstjóra og fundarstjóra. Ingrid Kuhlman hjá Þekkingarmiðlun ehf. aðstoðar við undirbúning. Hún hefur umsjón með þinginu og sér um að þjálfa borðstjóra. Hlutverk borðstjóra er að tryggja að allir við borðið fái jöfn tækifæri til að tjá sig og að virk hlustun sé til staðar, þannig að öll sjónarmið komist að.

Skráning fer fram hér:

Þjálfun borðstjóra fer fram í fundarherbergi SIGL félaganna, Borgartúni 6, 3. hæð, mánudag 19. okt. kl. 16:30-18:00 EÐA þriðjudag 20.okt. kl. 16:30-18:00. Ef borðstjórar koma utan höfuðborgarsvæðisins býður Ingrid upp á þjálfun að morgni 23. okt. kl. 8:00

Ef iðjuþjálfar utan félagsins hafa áhuga á að taka þátt er þeim bent á að hafa samband við formann.


Framtíðarþingið verður í Rúgbrauðsgerðinni, 4. hæð, Borgartúni 6

 föstudaginn 23. október 2015, frá klukkan 10:00 – 16:30

Húsið opnar kl. 9:00 og er boðið uppá morgunkaffi og brauð til kl. 10:00


Bestu kveðjur !

 stjórn og undirbúningshópur