Fréttir

Taupokar með merki félagsins til sölu

Merktir 40 ára afmælisárinu

19.5.2016

Iðjuþjálfafélagið hefur til sölu þessa fínu taupoka sem gerðir voru í tilefni 40 ára afmælisárs félagsins. Þeir eru 100% endurunnir og því umhverfisvænir.
Pokarnir kosta 1500 kr. Hin yndislega Margrét okkar hjá SIGL ætlar að halda utan um söluna.
Þið sem hafið áhuga sendið henni tölvupóst á sigl(hjá)bhm.is með nafni og kennitölu og hún útbýr kröfu í heimabankann. Þið sem búið á höfuðborgarsvæðinu getið mælt ykkur mót við Margréti niðri á skrifstofu. Ef einhver á erfitt með að nálgast pokana á dagvinnutíma má senda Sæunni meðstjórnanda tölvupóst á saeunnp(hjá)gmail.com og mæla sér mót við hana.
Fyrir þá sem búa úti á landi er hægt að fá pokana senda en þá leggst 300 kr sendingargjald ofan á - þá þarf að fylgja heimilisfang með.