Fréttir

Hefur okkur borið af leið ...?

7.6.2016

Hefur okkur borið af leið…?

Málþing Geðhjálpar í samstarfi við  Geðlæknafélag Íslands, Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands og Sálfræðingafélag Íslands um greiningar, geðlyfjanotkun og sjúkdómsvæðingu. Heiðursgestur er hinn þekkti bandaríski geðlæknir, fyrirlesari og höfundur bókarinnar Saving Normal Allen Frances.

Málþingið fer fram á ensku.

Gullteigur, Grand Hótel 15. Júní  2016.

Fundarstjóri, Héðinn Unnsteinsson.

13.00 – 13.15 Inngangsorð
Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar.

13.15 – 15.00 Geðgreiningar: notkun þeirra og misnotkun
Allen Frances, geðlæknir, fjallar um áherslur sínar í vinnunni við
DSM4, gagnrýni á DSM5, ofgreiningar, yfir- og undirþjónustu,  ofneyslu lyfja og sérstöðu Íslands hvað varðar ofneyslu lyfja.

15.00 – 15.15 Kaffi

15:15 – 15.25 Ég er Jón
Leiklistahópur Hlutverkaseturs undir stjórn Ednu Lupita

15.25 – 15.35 Það er ekkert að mér en það kom eitthvað fyrir!!
Einar Björnsson.

15.35 – 15.45 Sannleikurinn mun gera yður frjálsan
Auðna Ýr Oddsdóttir.

15.45 – 16.30 Pallborðsumræður
Héðinn Unnsteinsson stýrir pallborðsumræðum með þátttöku Allen Frances,  Hrannars Jónsson, formanns  Geðhjálpar, Þórgunnar Ársælsdóttur frá Geðlæknafélagi Íslands, Guðbjargar Sveinsdóttur frá Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga, Gunnlaugar Thorlacius frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, Sylviane Lecoultre frá Iðjuþjálfafélagi Íslands og Bóasar Valdórsson frá Sálfræðingafélagi Íslands.