Fréttir

Vísindaferð (uppfært 05.09. ath skráningu lokið)

30.8.2016

Kæru iðjuþjálfar og iðjuþjálfanemar

Við bjóðum í vísindaferð fimmtudaginn 8.september. Öllum boðið hvort sem þið eruð með fulla-, fag-, eða nemaaðild

Dagskráin er svohljóðandi

16:30 Rúta fer frá Borgartúni 6 (við húsnæði BHM)

17:00 Heimsókn í Vífilfell þar sem Oddrún Lilju iðjuþjálfi sem starfar sem vinnuverndarsérfræðingur. Hún ætlar að segja okkur frá sínu starfi þar og hvernig hún nýtir bakgrunn sinn sem iðjuþjálfi í starfi.

18:15/30 Stefnum að því að vera komin upp á Reykjalund þar sem við fáum kynningu á því fjölbreytta starfi sem þar fer fram og skoðunarferð um húsið.

19:30/20:00 Brottför niður í Borgartún. Áhugasamir geta svo haldið gleðinni áfram á Kex Hostel :)

Á stöðunum verður boðið upp á léttar veitingar.

Athugið að þið þurfið að skrá ykkur og það er gert með því að smella hér. Skráningu lýkur mánudaginn 5.september klukkan 12:00

Við vonumst til að viðtökur verði jákvæðar og hlökkum til að sjá ykkur sem flest :)

Kveðja
Stjórnin