Fréttir

Sættum okkur ekki við einelti, áreitni og ofbeldi

10.10.2016

Tekið úr bæklingnum: Með góðri stjórnun og skjótum viðbrögðum má koma í veg fyrir alvarleg vandamál eins og einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þessi bæklingur er byggður á fræðilegu efni, lögum um vinnuvernd og reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Bæklingnum er ætlað að leiðbeina og styðja stjórnendur og aðra á vinnustöðum í að fyrirbyggja og bregðast við hvers kyns óviðeigandi hegðun sem getur komið upp við mismunandi aðstæður á vinnustöðum. 

Smellið á hlekkinn til að skoða bæklinginn: http://www.vinnueftirlit.is/media/fraedslu--og-leidbeiningarit/saettum_okkur_ekki_vid_einelti_areitni_ofbeldi.pdf