Fréttir

Endurhönnun á námi í iðjuþjálfunarfræðum

14.10.2016

Kæru iðjuþjálfar

 Eins og líklega flest ykkar vita er verið að endurskoða og endurhanna nám í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þessi vinna er vel á veg komin og stefnt að því að að ný námsskrá taki gildi haustið 2017.

 Við sem störfum við iðjuþjálfunarfræðideildina höfum mikla þörf fyrir að fá álit ykkar og viðbrögð við þeim breytingum sem lagðar eru til. Þess vegna boðum við til kynningar- og umræðufundar föstudaginn 4. nóvember kl. 14:00 - 15:30 í fundarsal BHM, Borgartúni 6, Reykjavík.

 Vonumst til að sjá sem flesta og eiga góðar samræður um málefni sem snertir okkur öll.

Bestu kveðjur

F. h. kennara í iðjuþjálfunarfræðideild

Bergljót Borg og Guðrún Pálmadóttir