Fréttir
  • Mynd_jofnudur

Ráðstefna: Jöfnuður til heilsu og velferðar

14.5.2019

Ráðstefna um jöfnuð til heilsu og velferðar verður haldin í Reykjavík 29. maí 2019 á Icelandair Hotel Reykjavik Natura kl. 09:00-16:00.

Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina. Markmiðið er að skoða hvort og hvernig sé hægt að auka jöfnuð til heilsu og velferðar. Í brennidepli verður hið flókna samspil tekna, heilsu og menntunar og leitað svara við því hvaða áhrif heilsa hefur á fjárhagslega og félagslega stöðu fólks. Einnig verða áhrif slæmrar fjárhagsstöðu og skortur á bjargráðum á heilsu fólks rædd. 

Norrænir og alþjóðlegir fyrirlesarar, rannsakendur, sérfræðingar, fulltrúar notenda og stefnumótunaraðilar munu sækja ráðstefnuna.

Ókeypis er á ráðstefnuna en nauðsynlegt að skrá sig.   
Skráning hér