Fréttir

Þekkir þú kjarasamninginn þinn?

Frá kjaranefnd:

16.10.2018

Kjaranefnd IÞÍ hvetur félagsmenn til þess að kynna sér viðeigandi kjarasamninga þegar þeir ráða sig til starfa á ýmsum sviðum samfélagsins. Í kjarasamningi IÞÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga eru til dæmis ákvæði um símenntun, fagreynslu og viðbótarmenntun sem skipta máli fyrir launasetningu iðjuþjálfa. Einnig er mikilvægt að vita að samkvæmt ákvæði í 11. kafla samningsins skulu vera til starfslýsingar fyrir öll störf og skal starfslýsing vera aðgengileg þeim starfsmanni sem sinnir viðkomandi starfi.

Á heimasíðu IÞÍ má finna allar upplýsingar um kjarasamninga og gildandi launatöflur. Hér er hlekkur: http://www.ii.is/kjaramal/kjarasamningur/ 

kveðja frá kjaranefnd!