Heimaþjónusta og Endurhæfingarteymi

12.10.2020

Iðjuþjálfi í heimaþjónustu og endurhæfingarteymi
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða auglýsir lausa stöðu iðjuþjálfa í heimþjónustu og endurhæfingarteymi til umsóknar.

Þjónustan hefur það að markmiði að auka sjálfsbjargargetu, styðja og styrkja fyrri færni þjónustuþega, auka bjargráð þeirra, virkja samfélagsþátttöku og auka lífsgæði svo hann geti búið sem lengst heima. Hugmyndin að endurhæfingu í heimahúsi kemur frá Danmörku og byggir á notendamiðaðri þjónustu frá þverfaglegu teymi.

Um er að ræða 100% starf á dagvinnutíma.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfar eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði endurhæfingar
Metur þjónustuþörf og útvegar hjálpartæki í samvinnu við aðrar fagstéttir
Veitir ráðgjöf og meðferð
Þróun og þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri uppbyggingu

Upplýsingar veita Kristín Blöndal, deildarstjóri s 411-9650 og Guðný Katrín Einarsdóttir – teymisstjóri endurhæfingarteymis s. 411 9663 eða 665 4660

Nánar um starfið og umsóknareyðublað hér: https://reykjavik.is/laus-storf/oll-storf/idjuthjalfi-i-heimathjonustu-og-endurhaefingarteymi

Til baka Senda grein