Iðjuþjálfi óskast á Skjól hjúkrunarheimili - Afleysing

Skráð 05.09.2019

Iðjuþjálfun á Skjóli leitar eftir iðjuþjálfa til afleysinga. Um er að ræða afleysingastöðu frá 1. nóvember 2019 til 1. september 2020.

Starfshlutfall er samkomulag.

Skjól hjúkrunarheimili er til húsa við Kleppsveg 64, 104 Reykjavík. Á heimilinu eru 107 hjúkrunarrými, þar af 9 rými í sambýlinu Laugaskjóli, sem iðjuþjálfunin sinnir einnig. Iðjuþjálfun á Skjóli starfar í náinni samvinnu við iðjuþjálfun Eirar og Hamra hjúkrunarheimila.

Iðjuþjálfun og félagsstarf á hjúkrunarheimilinu Skjóli hefur það að markmiði að veita íbúum heimilisins tækifæri til þátttöku í þeirri iðju sem hefur þýðingu fyrir þá og veitir lífsfyllingu. Boðið er upp á einstaklingsmeðferð sem og klúbba sem skapa heimilismönnum tækifæri til að takast á við verk og viðfangsefni sem vekja áhuga og veita gleði.

Í boði er spennandi starf fyrir áhugasama. Umsækjendur þurfa að vera færir í mannlegum samskiptum, geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi með áhuga á þróun og uppbyggingu faglegs starfs með öldruðum.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Próf í iðjuþjálfun frá skóla viðurkenndum af Heimssamtökum iðjuþjálfa (WFOT) og með íslenskt starfsleyfi og löggildingu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).
Nánari upplýsingar veitir Ása Lind Þorgeirsdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar og félagsstarfs, asalind@eir.is sími 860-7410.

Umsóknarfrestur er til 20.september 2019.

Til baka Senda grein