Iðjuþjálfi/sjúkraþjálfari

Skráð 05.09.2019

Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara í fullt starf í deild hjálpartækja og næringar á Hjálpartækjasviði stofnunarinnar á Vínlandsleið 16.

Í boði er krefjandi og fjölbreytt starf í góðu vinnuumhverfi.

Helstu verkefni:
• Veita ráðgjöf um tæknileg hjálpartæki og setstöður í hjólastóla
• Afgreiða umsóknir um hjálpartæki samkvæmt gildandi reglugerð
• Taka þátt í öðrum verkefnum innan deildarinnar

Hæfniskröfur:
• Löggilding í iðjuþjálfun eða sjúkraþjálfun
• Reynsla og þekking á hjálpartækjum og ráðgjöf sem nýtast í starfinu
• Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi ásamt hæfni til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi
• Nákvæmni í starfi og skipulögð vinnubrögð
• Gott vald á íslenskri tungu
• Æskilegt að hafa vald á dönsku, norsku eða sænsku
• Æskilegt að starfsmaður hafi starfsreynslu í sinni starfsgrein

Laun eru samkvæmt kjarasamningi IÞÍ eða FS og fjármálaráðherra.

Umsóknarfrestur er til og með 16. sept. 2019.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is/starf . Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Nánari upplýsingar um starfið veita Júlíana Hansdóttir Aspelund, deildarstjóri hjálpartækja og næringar eða Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri Hjálpartækjasviðs í síma 515 0000.

Upplýsingar um vinnustaðinn má finna á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is .

Sjúkratryggingar Íslands

 

Til baka Senda grein