Fréttir

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg undirritaður

25.6.2020

Í dag undirritaði formaður Iðjuþjálfafélags Íslands, ásamt formönnum fjögurra annarra aðildarfélaga BHM kjarasamning við Reykjavíkurborg. Félögin eru Félagsráðgjafafélag Íslands, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Sálfræðingafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands. Gildistími er 1. apríl 2019 - 31. mars 2023. Samningurinn nær til 13 félagsmanna, hann hefur verið sendur til þeirra og verður kynntur á næstu dögum. Að því loknu verður kjarasamningurinn borinn undir atkvæði félagsmanna.