Fréttir

Sæktu um nám í iðjuþjálfun!

Umsóknarfrestur er 15. júní

10.6.2020

Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í daglegri iðju, samspili hennar við manneskjuna sem á í hlut og umhverfið auk áhrifa á heilsu og vellíðan. Að taka þátt í iðju sem hefur tilgang og merkingu fyrir hvert og eitt okkar eflir heilbrigði og lífsgæði. Að hafa tækifæri til slíkrar iðju í hversdeginum eru mannréttindi.

Hér segir Erna Magnúsdóttir frá starfi sínu í Ljósinu

Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi

Hægt er að sækja um nám í Iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri til og með 15. júní næstkomandi. Er það ekki eitthvað fyrir þig? Kynntu þér málið á www.unak.is