Kjaranefnd

Kosið er í nefndina á aðalfundi og er kjörtímabil að lágmarki 2 ár. Kjaranefnd er skipuð 7 fulltrúum, þar af 2 varafulltrúum. Ekki má skipta um alla nefndarmenn á sama tíma. Ætíð skal einn úr stjórn eiga sæti í kjaranefnd. Embætti eru: formaður, varaformaður, ritari og meðstjórnendur. Netfang kjaranefndar er kjaranefnd.ii@sigl.is  

Fundir

 • Sinna einstaklingsmálum þeirra félaga sem til nefndarinnar leita (einstaklingar geta ekki leitað beint til BHM).

Starfslýsingar nefndarmanna

 • Formaður kjaranefndar skal starfa í nánum tengslum við stjórn IÞÍ og mæta á stjórnarfundi sé þess óskað. Hann er varafulltrúi félagsins í miðstjórn BHM og sækir aðalfund BHM sem haldinn er annað hvert ár. Formaður sér um að boða til kjaranefndarfunda, útbýr dagskrá fyrir þá og skrifar skýrslu kjaranefndar í samstarfi við ritara nefndarinnar. Formaður er fulltrúi í samninganefndum og samstarfsnefndum þar sem við á og/eða skipar fulltrúa úr kjaranefnd til slíkra starfa.
 • Varaformaður er fulltrúi á aðalfundi BHM. Hann er í samninganefndum og samstarfsnefndum þar sem við á.
 • Ritari sér um fundarritun, almennar bréfaskriftir, útsendingu gagna til nefndarmanna og félagsmanna þegar þess þarf. Ritari er fulltrúi í samninganefndum og samstarfsnefndum þegar við á. Það er hlutverk ritara að koma kjarafréttum í fréttabréf eða til umsjónarmanns heimasíðu allt eftir eðli máls hverju sinni.
 • Meðstjórnendur (2) eru fulltrúar í samninganefndum og samstarfsnefndum og sjá um ýmis verkefni sem til falla hverju sinni.

 • Varamenn (2) eru fulltrúar í samninganefndum og samstarfsnefndum.

Samstarf við BHM

Samstarf við BHM er fólgið í þátttöku í fundum BHM er varða kjaramál auk þess sem formaður kjaranefndar er varafulltrúi IÞÍ í miðstjórn BHM og tekur þátt í miðstjórnarfundum sem haldnir eru einu sinni í mánuði. Ennfremur þátttöku í aðalfundum BHM annað hvert ár þar sem IÞÍ á rétt á að senda ákveðinn fjölda fulltrúa. Miðað er við fjölda félagsmanna á hverjum tíma. Félag á rétt á að senda tvo fulltrúa ef félagar eru færri en 100 og aukafulltrúa fyrir hvert byrjað hundrað þar umfram. Kjaranefnd sér um að senda BHM afrit af gerðum samningum auk afrita af viðræðuáætlunum.

Viðræðuáætlanir

Þegar líður að lokum gildandi kjarasamnings þarf að gera viðræðuáætlanir við alla viðsemjendur félagsins. Skylt er lögum samkvæmt að félagið og viðsemjendur geri með sér viðræðuáætlun sem á að vera frágengin 10 vikum áður en gildandi kjara-samningur rennur út. Áætlunin er gerð í tvíriti og heldur félagið öðru eintakinu, sem er varðveitt í möppu á skrifstofu félagsins. Afrit skal senda til Ríkissáttasemjara. Ef ekki hefur verið gengið frá viðræðuáætlun innan tilskilins tíma kemur það í hlut ríkissáttasemjara að gera slíka áætlun. BHM fær einnig afrit.
Gera þarf lista yfir þá viðsemjendur sem gera þarf samning við í hvert sinn. Þar komi fram nafn á stofnun, heimilisfang og nafn þess sem haft er samband við.

Samninganefndir

Kjaranefnd tilnefnir fulltrúa í samninganefndir í samráði við stjórn. Að jafnaði skal tilkynna hverjir sitja í samninganefnd fyrir hönd félagsins á fyrsta fundi við viðkomandi viðsemjanda. Kjaranefnd býr til lista yfir viðsemjendur og hefur yfirsýn yfir hverjir félagsmanna eru aðilar að kjarasamningum félagsins.

Samstarfsnefndir

Kjaranefnd skipar fulltrúa í samstarfsnefndir, sendir bréf þar að lútandi til viðkomandi viðsemjenda og sér um að fulltrúar hafi aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa á að halda. Þar er m.a. átt við upplýsingar um námskeið er lúta að samningagerð og vinnu í samstarfsnefndum.
Haft er samstarf við vinnuveitendur við gerð kjarasamninga og einnig ef upp rís ágreiningur um kjör einstakra starfsmanna.

Útsending efnis

Dreifing miðlægra kjarasamninga, þeir sem þess óska geta fengið afrit af aðlögunarsamningum. Miðlægi hluti kjarasamnings er á heimasíðu félagsins.

Gagnavarsla

Kjaranefnd geymir frumrit kjarasamninga, fundagerðir kjaranefndar, fundagerðir miðstjórnar BHM síðasta árs og afrit kjarasamninga sambærilegra félagastétta. Einnig ber nefndinni að halda til haga skriflegum og munnlegum samskiptum er varða starfsemi nefndarinnar. Reynt skal eftir megni að halda gögnum á einum stað og tryggja að fyrrverandi nefndarmenn skili þeim gögnum sem hugsanlega hafa verið í þeirra vörslu.
Kjaranefnd kemur saman einu sinni í mánuði og oftar ef þurfa þykir. Reynt er að hafa fundi á dagvinnutíma og að þeir standi í eina klukkustund.

Tilgangur

Að semja um þau kaup og kjör félagsmanna sem falla undir samningsumboð félagsins. Að fylgjast með launaþróun.

Markmið

Að bæta kjör og tryggja réttindi félagsmanna með kjarasamningum við atvinnurekendur.

Hlutverk og ábyrgð

 • Að semja um kaup og kjör félagsmanna sem falla undir samningsumboð félagsins.
 • Að hafa yfirsýn yfir launaþróun félagsmanna.
 • Þátttaka í starfi og stefnumótun BHM varðandi réttindi og skyldur félagsmanna samkvæmt ákvörðun og verkaskiptingu innan IÞÍ hverju sinni.
 • Skipan fulltrúa í samstarfsnefndir.
 • Varsla frumrita kjarasamninga (miðlægra samninga og aðlögunarsamninga).
 • Ábyrgð gagnvart félagsmönnum, að upplýsa félagsmenn um breytingar á réttindum og skyldum og um gang mála varðandi kjarasamninga.

Til baka Senda grein