Fjölbreytt störf á barna- og unglingageðdeild Landspítala

04.08.2021

Komdu og vertu með
Við leitum að liðsmönnum í samhentan hóp iðjuþjálfa á barna- og unglingageðdeild (BUGL) Landspítala. Í boði er fjölbreytt og líflegt starf og tækifæri til að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins og margvíslegum möguleikum á starfsþróun. Um er að ræða tvær lausar stöður og æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Á BUGL er tekið á móti börnum upp að 18 ára aldri sem eiga við geðheilsuvanda að stríða. Þar er veitt sérhæfð þverfagleg þjónusta sem miðar að þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Góð samvinna er við fagaðila í nærumhverfi. Iðjuþjálfar á BUGL starfa á öllum einingum BUGL, bæði göngu- og legudeild.

Iðjuþjálfi starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk er að meta þörf á iðjuþjálfun, ráðgjöf og þjálfun til barns/ unglings, foreldra og skóla. Helsta ráðgjöfin snýr að Sensory Profile, daglegum venjum og dagskipulagi, markmiðasetningu og fl. Einnig er þátttaka og færni varðandi skólaumhverfið, félagsfærni, tómstundir og áhugamál skoðuð. Hluti af starfinu felst í hópþjálfun, svo sem Ævintýrahópur, samfélagshópur og fleira.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð á þeirri iðjuþjálfun sem hann veitir og mat á árangri meðferðar
Skráning og skýrslugerð
Fræðsla og skipulagning á eigin starfi
Fræðsla til sjúklinga, aðstandenda og umhverfis
Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi/teymi
Þátttaka í fagþróun

Hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
Afburða samskiptafærni og samstarfshæfileikar
Jákvætt hugarfar, metnaður og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
Færni til að vinna sjálfstætt, skipuleggja og forgangsraða verkefnum
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Hreint sakavottorð

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Iðjuþjálfafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Á Landspítala starfa um 42 iðjuþjálfar í þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Lögð er rík áhersla á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veitt er góð aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafið samband við Guðlaugu María Júlíusdóttur, deildarstjóra faghópa.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsækjendur skulu skila inn nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Iðjuþjálfi

Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.08.2021

Nánari upplýsingar veitir
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir - gudrjben@landspitali.is   sími 543-4329

Smelltu hér til að sækja um starfið

Til baka Senda grein