Fjölskyldusvið Skagafjarðar - Iðja dagþjónusta/hæfing

21.08.2023

Fjölskyldusvið Skagafjarðar auglýsir eftir þroska- eða iðjuþjálfa í Iðju dagþjónustu/hæfingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, um framtíðarráðningu er að ræða. Um er að ræða 1-2 störf í dagvinnu (50%-100%).

Iðja er dagþjónusta/hæfing fyrir fatlað fólk. Iðja þjónustar norðurland vestra og starfar eftir lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Markmið þjónustunnar er að veita fötluðu fólki eldri en 18 ára dagþjónustu/hæfingu og þjálfun. Í Iðju er boðið uppá ýmis konar afþreyingu í formi skapandi starfs, skynörvunar og fleira.

Starfssvið:

Í starfinu felst fagleg yfirsýn á þjónustu við notendur Iðju dagþjónustu/hæfingu. Vinnur m.a. að gerð einstaklings- og þjálfunaráætlana með notendum í samráði við yfirmann. Veitir notendum aðstoð við athafnir daglegs lífs, umönnun, þjálfun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu og krafist er að starfsfólk tileinki sér þau vinnubrögð er henni fylgja.

Menntunarkröfur:

  • Menntun og leyfisbréf sem þroska- eða iðjuþjálfi.
  • (Ef enginn sem uppfyllir menntunarkröfur sækir um, verður skoðað að ráða ófaglærðan einstakling í starfið.)

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
  • Þekking, reynsla og áhugi á að starfa með fötluðu fólki.
  • Þekking á hugmyndafræðinni Þjónandi leiðsögn og Valdeflingu er kostur.
  • Leitað er eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingi.
  • Mikilvægt er að starfsmaður sýni frumkvæði, sjálfstæði og gleði í leik og starfi.
  • Gagnkvæm virðing og umhyggja. Lipurð í mannlegum samskiptum og háttvísi. Stundvísi.
  • Skilyrði er að umsækjendur tali og skilji vel íslensku.
  • Hreint sakavottorð skv. lögum um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Guðrún Ösp Hallsdóttir, forstöðumaður Iðju, 453 6853, gudrunosp@skagafjordur.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Einungis er tekið við rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi þarf að fylgja umsókn..

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Sækja um hér 

Til baka Senda grein