Forstöðumaður stuðnings- og virkniþjónustu

23.04.2021

Forstöðumaður hefur yfirumsjón með stjórnun og rekstri félagslegrar heimaþjónustu, virkni og starfsendurhæfingu. Undanfarin ár hefur mikil þróunarvinna átt sér stað innan félagslegrar heimaþjónustu með samþættingu félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar ásamt velferðartækni. Framundan eru spennandi verkefni við þróun og innleiðingu starfsendurhæfingar- og virkniúrræða. Um fullt starf til framtíðar er að ræða og er þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni

 • Ábyrgð á stjórnun og rekstri.
 • Ábyrgð á uppbyggingu heildstæðrar þjónustu með áherslu á þverfaglega teymisvinnu.
 • Ber ábyrgð á starfsmannamálum.
 • Ábyrgð á stjórn og eftirliti með faglegu starfi.
 • Stýrir matsnefnd vegna umsókna um félagslega heimaþjónustu.
 • Regluleg áætlana- og skýrslugerð.
 • Kemur að stefnumótun í málefnum fólks með fötlun og aldraðra.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf á sviði félags og/eða heilbrigðisvísinda.
 • Meistarapróf sem nýtist í starfi er kostur.
 • Góð þekking á málaflokkum velferðarþjónustu.
 • Reynsla af stjórnun félagsþjónustu og/eða öldrunarþjónustu.
 • Reynsla af mannaforráðum og starfsmannastjórnun.
 • Reynsla og þekking á endurhæfingu og mikilvægi valdeflingar.
 • Framúrskarandi samskiptafærni og leiðtogahæfni.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum, samviskusemi og frumkvæði í starfi.
 • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta.

Hreint sakavottorð í samræmi við lög er varða málaflokka starfseminnar.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu. Umsóknir skulu sendar á netfangið erlab@hornafjordur.is. Nánari upplýsingar veitir Erla Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs í síma 470-8000, netfang: erlab@hornafjordur.is.
Um framtíðarstöðu er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Umsóknarfrestur framlengdur til og með 25.04.2021.

Til baka Senda grein