Gigtarfélag Íslands óskar eftir iðjuþjálfa

12.09.2023

Gigtarfélag Íslands óskar eftir iðjuþjálfa. Félagið leitar að jákvæðum og skipulögðum iðjuþjálfa í 80 til
100% starf. Starfið er fjölbreytt og gefandi, krefst faglegra vinnubragða og sjálfstæðis í starfi.
Viðkomandi mun taka þátt í uppbyggingu þjónustunnar þá félagið flytur í nýtt húsnæði að
Brekkuhúsum 1, Reykjavík. Það væri kostur ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

  • Móttaka sjúklinga, mat á færni og þjálfunarþörf og gerð meðferðaráætlunar.
  • Fræðsla um líffræði handar, grip o.fl. Kennd er liðvernd og æfingar er viðhalda eða auka
  • hreyfigetu og styrk.
  • Ráðgjöf við val hjálpartækja og kennsla á þau. Aðstoðað við útvegun.
  • Heimilis- og vinnustaðaathuganir.
  • Nauðsynleg skýrslugerð um meðferð og aðra rekstrarlega þætti iðjuþjálfunar í samvinnuviðstarfsmenn félagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi.
  • Hæfni til frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og lausnamiðaðrar nálgunar.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Laun:
Samkomulag. Viðmið gildandi kjarasamningur ríkisins og Iðjuþjálfafélags Íslands.

Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist á skrifstofu Gigtarfélags Íslands að Skeifunni 8, 108 Reykjavík, eða rafrænt á netfangið: gigt@gigt.is fyrir fyrir 28. september. Nánari upplýsingar um starfið gefur Emil Thoroddsen framkvæmdarstjóri í síma 863 9922.

Nánar má fræðast um starfsemi Gigtarfélagsins á www.gigt.is

 

Til baka Senda grein