Iðjuþjálfi í endurhæfingarteymi
15.12.2022
Hrafnista óskar eftir iðjuþjálfa í 80-90% stöðu í öflugt endurhæfingarteymi á Ísafold, Boðaþingi og Skógarbæ. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem verið er að þróa þjónustu sem krefst sjálfstæðra vinnubragða, frumkvæðis og góðrar samskiptahæfni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Tekur þátt í greiningu, endurhæfingu og þjálfunaráætlun
Tekur þátt í skipulagningu endurhæfingar á deildum
Ráðgjöf og umsóknir á hjálpartækjum
Fræðsla fyrir íbúa og starfsfólk
Teymisvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun í iðjuþjálfun
Starfsleyfi frá Embætti landlæknis
Góð samskiptahæfni
Frumkvæði og sjálfstæði
Fríðindi í starfi
Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.
Nánari upplýsingar veitir Ester Gunnsteinsdóttir deildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar ester.gunnsteinsdottir@hrafnista.is