Seltjörn - Iðjuþjálfi óskast

21.08.2023

Hjúkrunarheimilið Seltjörn auglýsir eftir framúrskarandi iðjuþjálfa frá 1. nóvember eða eftir samkomulagi. Um dagvinnu er að ræða.

Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling. Starfshlutfall er samkomulagsatriði og greitt er eftir kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf til starfsréttinda í iðjuþjálfun
  • Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfiFrumkvæði í starfi
  • Reynsla af störfum með öldruðum kostur
  • Jákvæðni og framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Íslenskukunnátta skilyrði


Fríðindi í starfi

  • Styrkur til heilsueflingar
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Frír hádegismatur

Nánari upplýsingar um starfið veitir: Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir mannauðs- og gæðastjóri johanna@skjolgardur.is og Katla Kristvinsdóttir iðjuþálfi katla@sunnuhlid.is

Seltjörn er nýlegt hjúkrunarheimili sem opnaði í byrjun árs 2019 og er staðsett á vestanverðu Seltjarnarnesi í grennd við náttúruperluna Gróttu. Á Seltjörn eru 40 íbúar sem búa á fjórum 10 manna einingum þar sem hver er með eigið herbergi með sér baðherbergi. Seltjörn er eitt af þremur hjúkrunarheimilum Vigdísarholts.

Sækja um hér

Til baka Senda grein