Sjónarhóll leitar að ráðgjafa

19.01.2022

Áhersla er lögð á að hjálpa foreldrum eða forráðamönnum að greina þarfir barnsins og fjölskyldunnar, efla og nýta eigin bjargráð, styðja foreldra við sjálfstæði, fræða foreldra um þau þjónustuúrræði sem gætu nýst þeim og veita foreldrum aðstoð við að byggja upp gott samstarf við þjónustuveitendur, m.a. hjá ríki og sveitarfélögum í samræmi við farsældarlögin.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ráðgjöf til foreldra langveikra barna eða barna með sérþarfir.
Samstarf við þjónustu- og samstarfsaðila.
Þróunarvinna og sérverkefni í málefnum langveikra barna og barna með sérþarfir.
Námskeiðahald, fræðsluefnisgerð og uppfærsla á heimasíðu og samfélagsmiðlum Sjónarhóls.

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviðið félags-, mennta- eða heilbrigðisþjónustu eða önnur sambærileg sérmenntun sem nýtist í starfi s.s. sálfræði, þroskaþjálfun, félagsráðgjöf, iðjuþjálfun, fjölskylduráðgjöf eða hjúkrunarfræði.
Reynsla af starfi með fjölskyldum barna með sérþarfir og staðgóð þekking á úrræðum í málefnum barna með sérþarfir og fjölskyldna þeirra.
Reynsla af námskeiðahaldi og fræðsluefnisgerð.
Góð almenn tölvukunnátta og æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af því að miðla efni á samfélagsmiðlum.
Góð íslenskukunnátta auk kunnáttu í einu erlendu tungumáli og hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi.
Jákvætt viðmót, góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.

Fríðindi í starfi
Sveigjanlegur vinnutími og 36 stunda vinnuvika.
Handleiðsla og stuðningur í starfi.


Frekari upplýsingar veitir Bóas Valdórsson framkvæmdarstjóri Sjónarhóls í síma 694 4847 eða í netfanginu boas@sjonarholl.is

Umsóknarfrestur 1. febrúar 2023  - Sækja um hér 

Til baka Senda grein