Sóltún Heilsusetur

20.02.2025

Sóltún Heilsusetur á Sólvangi í Hafnarfirði leitar eftir Iðjuþjálfa í dagvinnu á 39 rýma endurhæfingardeild fyrir aldraða. Um er að ræða deild, þar sem fólk dvelur í 4-6 vikur í senn með það að markmiði að efla virkni í daglegu lífi og efla þannig getu þeirra til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili.

Við leitum að iðjuþjálfa með jákvætt viðmót og faglegan metnað, sem hefur áhuga á þátttöku í faglegri framþróun. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í teymi. Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu og löggilt starfsleyfi iðjuþjálfa.

Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulagsatriði.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Iðjuþjálfun með það að markmiði að auka lífsgæði, sjálfsbjargargetu og virkja athafnaþrá dvalargesta á heilsusetri

  • Mat við endurhæfingu

  • Ráðgjöf og fræðsla til dvalargesta

  • Þverfagleg teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Löggilt starfsleyfi iðjuþjálfa

  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Nánari upplýsingar veita:

Alma Rún Vignisdóttir, deildarstjóri Heilsuseturs; alma@soltun.is

Sólvangur

Innan Sólvangs er nú þegar 71 hjúkrunarrými, 12 manna sérhæfð dagþjálfunardeild, 14 manna dagdvöl og Sóltún Heima (alhliða heimaþjónusta).

Við höfum á að skipa öflugum hópi starfsmanna, með mikinn metnað fyrir lífsgæðum og vellíðan þeirra sem hjá okkur dvelja.

Sólvangur er rekinn af Sóltúni öldrunarþjónustu ehf.  

Sækja um 

Til baka Senda grein