Sólvangur hjúkrunarheimili

06.10.2021

Sólvangur hjúkrunarheimili óskar eftir iðjuþjálfa í 80-100% starf.

Við leitum að iðjuþjálfa með jákvætt viðmót og faglegan metnað, sem hefur áhuga á þátttöku í faglegri framþróun. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslensku kunnáttu og löggilt starfsleyfi iðjuþjálfa.

Helstu verkefni og ábyrgð
Iðjuþjálfun með það að markmiði að auka lífsgæði, sjálfsbjargargetu og virkja athafnaþrá íbúa og dagdvalargesta á Sólvangi
Endurhæfing og mat
Ráðgjöf og fræðsla til íbúa og aðstandenda
Teymisvinna með sjúkraþjálfara, forstöðumanni dagdvalar og sérhæfðar dagþjálfunar og öðrum stjórnendum

Menntunar- og hæfniskröfur
Löggilt starfsleyfi iðjuþjálfa
Framúrskarandi samskiptahæfileikar
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Sólvangur hefur á að skipa öflugum hópi starfsmanna sem hefur mikinn metnað fyrir lífsgæðum og vellíðan íbúanna. Hjúkrunarheimilið er í björtu, nýlegu og fallegu húsnæði. Sólvangur er rekinn af Sóltúni öldrunarþjónustu ehf í Hafnarfirði.

Sækja um

Til baka Senda grein