Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi - Tröllaborg

28.08.2023 - uppfært 5.09.

Hólar í Hjaltadal - Fullt starf. Umsóknarfrestur: 17.09.2023

Leikskólinn Tröllaborg óskar eftir að ráða lausnamiðaðan einstakling til að sinna fötluðu barni í leikskólanum á Hólum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið:

Starfið felur í sér að sinna einstaklingsbundinni þjálfun og umönnun. Gætir þess að barn sem nýtir sérkennslu einangrist ekki heldur sé hluti af hópnum og eigi hlutdeild í leikskólastarfinu. Situr ýmsa fundi er leikskólastjóri segir til um og sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.

Menntunarkröfur:

Starfsréttindi í þroskaþjálfafræði eða iðjuþjálfun. (Ef enginn sem uppfyllir menntunarkröfur sækir um, verður skoðað að ráða m.a. leikskólakennara eða stuðningsfulltrúa í starfið.)

Hæfniskröfur:

Leitað er eftir einstaklingi sem er lausnamiðaður í breytilegum aðstæðum og er góður í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af því að umgangast fatlaða einstaklinga, sér í lagi börn og sé tilbúinn til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir og tileinka sér nýjungar. Nauðsynlegt er að töluð sé íslenska, hreint sakavottorð skilyrði skv. leikskólalögum og að viðkomandi sé upplýstur um réttindi fatlaðs fólks.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, leikskólastjóri; trollaborg@skagafjordur.is , 453 5760 / 696 3869.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Upplýsingar um laun veitir launadeild sveitarfélagsins: launadeild@skagafjordur.is

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi þarf að fylgja umsókn.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Til baka Senda grein