Yfiriðjuþjálfi Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarvogs

04.10.2021

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts - Efri byggð

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts leitar að öflugum yfiriðjuþjálfa í heimahjúkrun í Efri byggð. Um er að ræða 80-100% stöðu. Um framtíðarstöðu er að ræða.

Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.

Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum sem tengjast nýju þverfaglegu, hreyfanlegu öldrunarteymi, með það að markmiði að styðja enn frekar við sjálfstæða búsetu aldraðra í eigin húsnæði.

Helstu verkefni og ábyrgð
Skipuleggur einstaklingsbundna iðjuþjálfun
Metur færni skjólstæðinga við athafnir daglegs lífs og metur þörf fyrir þjónustu
Metur þörf fyrir hjálpartæki og breytingar á nærumhverfi
Umsjón með umsóknum og pöntunum á hjálpartækjum
Veitir ráðgjöf og fræðslu fyrir aðstandendur inn á heimilum
Samskipti við stjórnendur heimaþjónustu, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, starfsfólk félagslegrar heimaþjónustu, skjólstæðinga og aðstandendur. Samskipti við aðrar stofnanir.
Tekur þátt í þverfaglegu samstarfi og verkefnum.

Hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi
Framhaldsnám er nýtist í starfi er kostur
Starfsreynsla sem iðjuþjálfi
Reynsla af teymisvinnu
Góð samskipta- og skipulagshæfni
Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Iðjuþjálfafélags Íslands
Starfshlutfall 100% - Umsóknarfrestur 18.10.2021 - Ráðningarform Ótímabundin ráðning

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Þórisdóttir
Tölvupóstur oddfridur.r.thorisdottir@reykjavik.is   Sími 411 9600

Sækja um starf

Heimahjúkrun efri byggð
Hraunbæ 119, 110 Reykjavík

Til baka Senda grein