Fréttir

Þjónustuver BHM lokað - 4.8.2020

Við vekjum athygli félagsmanna IÞÍ á því að þjónustuver BHM er lokað fyrir almennar heimsóknir og erindum er svarað gegnum síma, tölvupóst og netspjall

Lesa meira

Yfirlýsing frá fjórum félögum heilbrigðisstétta innan BHM - 7.7.2020

Í kjölfar þess að frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (varsla) var fellt á Alþingi hefur umræða um stöðu fólks sem notar fíkniefni og þurfa fyrst og fremst heilbrigðisþjónustu verið áberandi. Við undirrituð hörmum þá óvissu sem þessi viðkvæmi hópur fólks býr við á degi hverjum þar sem varsla neysluskammta er bönnuð samkvæmt lögum.

Gagnreynd þekking í nútímasamfélagi gefur ótvírætt til kynna að refsistefna skilar engu en viðheldur jaðarsetningu og kostar mannslíf. Það ætti því að vera forgangsmál að mæta heilsufars- og félagslegum vanda með aðstoð í fyrirrúmi.Yfirlysing-vegna-folks-i-fiknivanda

Lesa meira

Kjarasamningur við RVK samþykktur - 3.7.2020

Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning Iðjuþjálfafélags Íslands og Reykjarvíkurborgar sem undirritaður var 25. júní síðast liðinn liggur fyrir og var samningurinn samþykktur Lesa meira

Þjónustuskrifstofa SIGL lokuð - 30.6.2020

Vegna sumarleyfis verður Þjónustuskrifstofa SIGL lokuð þessa daga

Lesa meira