Afmælisráðstefna - Iðjuþjálfafélag Íslands 40 ára

Kæru iðjuþjálfar

Í tilefni af 40 ára afmæli Iðjuþjálfafélags Íslands verður haldið tveggja daga afmælisþing á Hótel Örk, Hveragerði dagana 4. og 5. mars 2016.

Afmælisráðstefnan okkar er í raun þrískipt. Fyrir hádegi á föstudeginum eru erindi sem tengjast þverfaglegri samvinnu og koma fyrirlesarar víða að úr samfélaginu. Dagskráin eftir hádegið er haldin í samstarfi við Velferðarráðuneytið og fáum við þá að heyra frá reyndum iðjuþjálfum frá Norðurlöndunum sem hafa sérhæft sig í velferðartækni og hverdagsrehabilitering.
Laugardagurinn er svo helgaður iðjuþjálfum. Dagurinn byrjar á aðalfundi IÞÍ og í kjölfarið hefst ráðstefnudagskrá uppfull af áhugaverðum erindum.

Skráning er hafin

Dagskrána má finna hér

Til baka Senda grein