Iðjuþjálfun aldraðra

Faghópurinn hefur verið starfandi nokkuð lengi, eða síðan 1999. Hópurinn samanstendur af tæplega 30 iðjuþjálfum víðsvegar af Suðvestur- og Suðurlandi allt frá Akranesi til Hellu.

Hópurinn hefur komið saman á tveggja mánaða fresti og er skipst á að hittast þar sem starfandi iðjuþjálfi er á öldrunarstofnun. Gefur það oft góðar hugmyndir í farteskið að sjá hvað og hvernig hinir gera. Rædd eru málefni aldraðra á líðandi stundu, komið með góðar hugmyndir, miðlað fróðleik frá námskeiðum eða fundum og sagt frá nýjungum.

Allir iðjuþjálfar sem láta sig málefni aldraðra skipta eru velkomnir í hópinn.

Tengiliðir eru:
Sigurbjörg Hannesdóttir, iðjuþjálfi á Hrafnistu í Reykjavík,
Katla Kristvinsdóttir, iðjuþjálfi á Grund.

Til baka Senda grein