ATVINNA HJÁ HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS

Egilsstaðir
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða iðjuþjálfa til starfa við Endurhæfingardeild HSA á Egilsstöðum. Um er að ræða 80% starfshlutfall eða meira, frá 1. september 2017.

Starfið er fjölbreytt og sveigjanlegt. Lögð er áhersla á metnað í starfi, skipulögð vinnubrögð og jákvæðni. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Íslenskukunnátta áskilin.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs auk stofnasamnings HSA.

Umsóknarfrestur um starfið er til 30. júlí 2017.

Umsóknum skal skilað rafrænt til HSA með því að fylla út umsóknarform á vefsíðu stofnunarinnar; www.hsa.is , undir flipanum Laus störf.

Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði.

Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.

Nánari upplýsingar veita:  
Sverrir Rafn Reynisson, deildarstjóri endurhæfingardeildar, s. 470-3033, netf. sverrir@hsa.is og Sigríður Kristinsdóttir, mannauðsstjóri, s. 470-1450 & 864-0239, netf. sigridur@hsa.is
www.hsa.is

Skráð 22.06.2017

Til baka Senda grein