Fréttir

1. maí 2019

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins

29.4.2019

Kæru félagar, brátt rennur upp alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við í IÞÍ tökum að sjálfsögðu þátt í kröfugöngu og fundahöldum. Við hittumst hér í húsnæði BHM í Borgartúni 6, 3. hæð kl. 12:15 og fáum okkur kaffisopa áður en við örkum saman á Hlemm kl. 13:00. Við hvetjum félagsmenn um allt land eindregið til að taka þátt í kröfugöngum og hátíðarhöldum í sinni heimabyggð eins og við á. Metum menntun til launa - stöndum saman!

Sjá nánari upplýsingar um viðburði 1. maí 2019 hér á þessari slóð:
https://www.facebook.com/1.mai.island/