Fréttir

Aðalfundi IÞÍ frestað vegna samkomubanns

Til aðalfundar verður boðað með hæfilegum fyrirvara þegar neyðarstigi hefur verið aflétt.

13.3.2020

Fyrirhugað var að halda aðalfund Iðjuþjálfafélags Íslands þann 23. mars næstkomandi en í lögum félagsins segir að halda skuli aðalfund fyrir lok mars ár hvert. Í ljósi neyðarstigs Almannavarna og samkomubanns heilbrigðisráðherra næstu vikurnar hefur stjórn félagsins ákveðið að fresta fundi þrátt fyrir framangreint. Til aðalfundar verður boðað með hæfilegum fyrirvara þegar neyðarstigi hefur verið aflétt.