Fréttir

Aðalfundur fór vel fram

22.5.2020

Rafrænn aðalfundur IÞÍ var haldinn þann 20 maí síðast liðinn og vegna takmarkana í samkomubanni vegna COVID-19 voru einungis starfsmenn fundarins í húsi en aðrir þátttakendur hver fyrir sig við tölvuna eða snjalltækið.

Alls 28 félagsmenn voru mættir til leiks, dagskráin var hefðbundin og vel gekk að nýta tæknina. 

Stjórn vil þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við framkvæmd viðburðarins. Við þökkum einnig fráfarandi fulltrúum í stjórnum og nefndum fyrir þeirra framlag í þágu félagsins og bjóðum nýja fulltrúa velkomna til starfa. Kjörnefnd fær bestu þakkir fyrir sína vinnu, fundarstjóri, aðstoðarfundarstjóri og framkvæmdastjóri SIGL fyrir aðstoð og utanumhald.
Nýjar upplýsingar um stjórn og nefndir auk fundargerðar verða settar inn á heimasíðu félagsins innan skamms.
Síðast en ekki síst fá allir félagsmenn þakkir fyrir að vera til og standa vaktina sem iðjuþjálfar á vettvangi samfélagsins - án ykkar væri ekkert fagstéttarfélag!
Hlýjar kveðjur,
Þóra Leósdóttir formaður IÞÍ