Fréttir

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar 2019

4.9.2019

WFOT_WOTD19_english_themeFræðslu- og kynningarnefnd IÞÍ óskar eftir fyrirlesurum fyrir málþing sem haldið verður þann 1. nóvember 2019 í tilefni Alþjóðadags iðjuþjálfunar. Dagurinn sjálfur er þann 27. október en vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður ekki hægt að hafa málþingið þann dag.

Yfirskriftin í ár er „Improving world health & wellbeing“ eða „Bætt heilsa og vellíðan um heim allan.“ Við óskum eftir fyrirlesurum sem vilja kynna verkefni, störf eða nýjungar sem ríma við þessi einkunnarorð.

Vinsamlegast sendið ágrip eða lýsingu á efni og nafn á fyrirlestri á netfangið fraedslunefnd.ii@bhm.is. 

Skilafrestur ágripa er 23. september!

Bestu kveðjur,
Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands.