Fréttir
  • World-ot-day-2019

Alþjóðlegur dagur iðuþjálfunar

25.10.2019

Kæru félagsmenn
Á sunnudaginn 27 október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Við hvetjum alla félagsmenn eindregið til að nýta vikuna til að kynna iðjuþjálfun og fagna á sínum vinnustöðum og í nærsamfélaginu.
Þemað í ár er „Improving world health and wellbeeing“ sem gæti útlagst á íslensku „Bætt heilsa og vellíðan um heim allan“.

Hægt er að nálgast efni frá WFOT á vefsíðu heimssambandsins, sjá meðfylgjandi hlekk:
https://wfot.org/resources/world-occupational-therapy-day-2019-logo-no-theme-png

Við ætlum svo að enda vikuna með málþingi og minnum félaga á að skrá sig á viðburðinn í síðasta lagi á mánudaginn 28 október. Dagskráin er afar spennandi!
IÞÍ hefur opnað Instagram reikning og hvetur iðjuþjálfa til að nýta þann miðil og myllumerkin #alþjóðlegurdaguriðjuþjálfunar, #OTday2019 og #IÞÍ2019

Baráttukveðjur,
Stjórnin