Fréttir

BHM afþakkar kjararýrnun

13.6.2019

Kjarasamningar aðildarfélaga BHM við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa nú verið lausir í meira en tvo mánuði. Óviðunandi hægagangur er í samningaviðræðunum að mati BHM.

Aðildarfélög BHM hafna alfarið flatri krónutöluhækkun launa þar sem slíkt samrýmist ekki kröfum félaganna um eðlilegan fjárhagslegan ávinning háskólamenntunar og getur falið í sér kjararýrnun.

Aðaláherslur í kröfugerð félaganna eru að menntun sé metin til launa, að lágmarkslaun séu hækkuð og að virkur vinnutími sé styttur.

BHM skorar á opinbera viðsemjendur aðildarfélaga BHM að taka kjaraviðræðurnar föstum tökum og ganga til samninga við félögin.

Upprunaleg frétt: www.bhm.is