Fréttir

Erindi óskast á málþing IÞÍ

25.8.2020

Fræðslu- og kynningarnefnd IÞÍ auglýsir eftir fyrirlesurum á málþing sem haldið er í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar 2020:

Kæru iðjuþjálfar,
Fræðslu- og kynningarnefnd óskar eftir fyrirlesurum fyrir málþing sem stefnt er á að halda 29. október í tilefni Alþjóðadags iðjuþjálfunar.

Yfirskriftin í ár er ,,Reimagine Doing“ sem á íslensku mætti þýða ,,Að endurskapa hversdaginn“ og óskum við því eftir fyrirlesurum sem vilja kynna rannsóknir, verkefni, störf eða nýjungar sem ríma við yfirskriftina í ár.

Vinsamlegast sendið ágrip/lýsingu á efni og nafn á fyrirlestri á netfangið fraedslunefnd.ii@bhm.is 

Skilafrestur ágripa er 21. september næstkomandi

Bestu kveðjur,
Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands