Fréttir

Fjölmennt á málþingi

Gróska og nýbreytni innan iðjuþjálfunar hér á landi

6.11.2019

Málþing IÞÍ sem haldið var síðast liðinn föstudag var vel sótt en í Borgartúnið mættu tæplega 90 manns og 12 fylgdust með í streymi. Tilefnið var alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar 27 október en honum var fagnað víða um heima undir yfirskriftinni: „Improving world health and wellbeing“. Það var sérlega ánægjulegt að heyra um þau fjölbreyttu verkefni og rannsóknir sem iðjuþjálfar eru að fást við og óhætt að segja að mikil gróska sé í faginu hér á landi. Við þökkum fyrirlesurum og gestum kærlega fyrir þátttökuna og sérstakar þakkir fær fræðslu- og kynningarnefnd félagsins fyrir skipulag og framkvæmd málþingsins.