Fréttir

Frá aðalfundi IÞÍ

13.3.2019

Föstudaginn 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna stóð
Iðjuþjálfafélag Íslands fyrir málþingi og IMG_2565hélt aðalfund sinn í kjölfarið.
Á málþinginu flutti Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg erindi um nýja nálgun í þjónustu það er endurhæfing í heimahúsi. Því næst tók til máls Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur, ljóðskáld, tónlistarmaður, leikari, uppistandari, lögfræðingur og framtíðarfræðingur með meiru og ræddi um valdeflingu nýrrar kynslóðar þar sem hann horfði bæði til fortíðar og framtíðar.Fyrirlesarar hlutu dynjandi lófatak enda verulega hressandi erindi. Þeir félagsmenn sem voru fjarri gátu fylgst með gegnum streymi.

Á aðalfundinn mættu um 80 iðjuþjálfar. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Kjörnefnd kynnti IMG_2577fulltrúa í stjórn og nefndir og verður listi yfir þá birtur á heimasíðu IÞÍ innan skamms. Þeir fulltrúar sem létu af störfum í stjórn og nefndum fá bestu þakkir fyrir sitt framlag síðustu árin. Úr stjórn ganga Ósk Sigurðardóttir formaður, Sigurbjörg Hannesdóttir varaformaður og Sigríður Pétursdóttir gjaldkeri. Í kjaranefnd hættu þær María Svava Sigurgeirsdóttir, Rakel Valsdóttir og Þórunn Sif Héðinsdóttir. Í fræðslu- og kynningarnefnd láta af störfum þær Gróa Rán Birgisdóttir, Jódís Garðarsdóttir og Sara Pálmadóttir.

IMG_2588IMG_2589IMG_2581IMG_2574