Fréttir

Frá Kjaranefnd IÞÍ

8.10.2018

Kjaranefndin hélt sinn árlega starfsdag nú á haustdögum. Lögð voru drög að kröfugerð fyrir næstu kjarasamninga við ríkið auk þess sem farið var yfir stöðu mála í starfsmatinu sem farið var í eftir síðustu kjarasamninga við sveitarfélögin. Sú vinna er í fullum gangi og ráðgert að niðurstöður liggi fyrir um áramót.  Kjaranefndin fór líka yfir stöðuna á stofnanasamningum á ríkisstofnunum og ljóst að margir þeirra þurfa endurskoðunar við og afar brýnt að koma menntunarákvæðum Gerðardóms frá 2015 inn í samningana.  Þess má einnig geta að kjaranefnd IÞÍ hefur óskað eftir því við fulltrúa Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) að gerður verði einn stofnanasamningur sem myndi ná til allra iðjuþjálfa sem starfa hjá þeim stofnunum sem eru aðilar að SFV.  Komandi vetur verður því stútfullur af verkefnum hjá kjaranefndinni sem heldur ótrauð áfram með hagsmuni félagsmanna í fyrirrúmi.
Kjaranefnd-ithi-2018Mynd af fulltrúum kjaranefndar, frá vinstri: Jónína Guðrún Gunnarsdóttir, Þóra Leósdóttir, Jóhanna Ósk Snædal, Rakel Valsdóttir, María Svava Sigurgeirsdóttir og Þórunn Sif Héðinsdóttir. Á myndina vantar Valnýju Óttarsdóttur.