Fréttir
  • JapanOT-4-002-

Frá ráðstefnu japanska iðjuþjálfafélagsins

12.10.2018

Guðrún Árnadóttir, iðjuþjálfi á Landspítala flutti 90 mínútna stefnuræðu á opnunardegi árlegrar ráðstefnu japanska iðjuþjálfafélagsins sem haldin var í Nagoya í september. Erindi Guðrúnar„Groundwork for increasing Occupation-based Neurological Evidence“ fékk mjög góðar undirtektir og var í anda ráðstefnunnar sem bar heitið: „Enlargement of Evidence-Based Occupational Therapy“. Ráðstefnuna sóttu á fimmta þúsund manns. Japanska iðjuþjálfafélagið er annað stærsta félag iðjuþjálfa í heiminum, telur yfir 80.000 iðjuþjálfa. Auk stefnuræðu Guðrúnar kom í ljós að nokkur erindi ráðstefnunnar fjölluðu um japanskar rannsóknir á matstæki hennar A-ONE. Í lok fyrirlestursins afhentu formaður ráðstefnunnar Professor Hideki Miyaguchi og forseti japanska iðjuþjálfafélagsins Professor Haruki Nakamura Guðrúnu viðurkenningarskjal félagsins.
Japan-OT-6-002-Japan-OT-5-003-JapanOT-2-002-JapanOT-3-002-JapanOT-1-Intro-slide-002-