Fréttir

Fyrir trúnaðarmenn

Grunnnámskeið II

8.5.2019

Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 28. maí nk. að Borgartúni 6 í Reykjavík (4. hæð) milli kl. 8:00 og 12:00.

Vinsamlegast skráið þátttöku fyrirfram með því að smella hér.

Á námskeiðinu verður fjallað um:
- Launasetningu og eftirfylgni með framkvæmd stofnana- og kjarasamninga.
- Uppsagnir, starfslok og áminningar.
- Breytingar á störfum, ráðningarkjörum og starfshlutfalli.
- Ýmis lög, s.s. lög um hópuppsagnir og lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum.
- Reglugerð um einelti, ofbeldi og kynferðislega áreitni á vinnustöðum.
- Samskiptavandamál og einelti á vinnustöðum.
- Starfsmannasamtöl og starfsþróun.
- Sveigjanlegan vinnutíma.
- Einstaka þætti kjarasamnings, s.s. um vinnutíma, veikindarétt o.fl.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN).

Ath. að námskeiðinu verður streymt á streymissíðu BHM. Ekki þarf að skrá þátttöku til að geta fylgst með streyminu.