Fréttir

Iðjuþjálfar hljóta styrk

27.5.2019

Fyrir skömmu úthlutaði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra styrkjum til atvinnumála kvenna. Alls fengu 29 verkefni styrki og nam upphæð þeirra 40 milljónum króna.

Berglind Indriðadóttir iðjuþjálfi tók á móti styrk fyrir hönd faghópsins Farsæl öldrun - Þekkingarmiðstöð en auk hennar standa að hópnum Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi, Rannveig Guðnadóttir og Sigrún Huld Þorgrímsdóttir hjúkrunarfræðingar auk Steinunnar A. Ólafsdóttur sjúkraþjálfara. 

Þær vinna markvisst að því að bæta aðstæður og þjónustu til eldri borgara á Íslandi auk þess sem þær hafa áralanga reynslu af störfum og kennslu tengt öldrun. Styrkveitingin mun styrkja faghópinn til áframhaldandi vinnu og verður hann nýttur til markaðssetningar og vöruþróunar. Áform eru um að koma á fót þekkingarmiðstöð að norrænni fyrirmynd sem myndi starfa á landsvísu.

Farsæl öldrun - Þekkingarmiðstöð var einnig eitt af sjö verkefnum sem voru valin til þátttöku í samfélagshraðlinum Snjallræði á síðasta ári sem Höfði Friðarsetur og Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóðu fyrir.

Upprunaleg frétt á vef Stjórnarráðsins