Fréttir

Kjarasamningur við SFV undirritaður

19.6.2020

Síðast liðinn þriðjudag, þann 16. júní var kjarasamningur IÞÍ við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) undirritaður. Gildistími hans er frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Samkomulagið er samhljóða kjarasamningi félagsins við ríkið enda miðast fjárveitingar til stofnana innan SFV við hann. Félagsmenn fá kynningu á næstu dögum og síðan verða greidd atkvæði um samninginn. SFV_undirritun