Fréttir

Kjörnefnd - framboð í nefndir

14.2.2018

Kæri iðjuþjálfi – Kjörnefnd kallar eftir framboðum í stjórn og nefndir!

Á hverju ári sameina fjölmargir iðjuþjálfar krafta sína og taka að sér hlutverk og störf í hinum ýmsum nefndum, stjórnum og ráðum á vegum félagsins. Þannig gefst meðlimum félagssins tækifæri til að hafa áhrif á starf og efla krafta Iðjuþjálfafélags Íslands.

Nú er röðin komin að þér, þitt framlag getur haft áhrif á árangur félagsins og framþróun iðjuþjálfunar almennt á Íslandi. Vertu með og láttu í þér heyra, þín rödd skiptir máli!

Kjörnefnd kallar hér með eftir framboðum, athugið að öllum er frjálst að bjóða sig fram í laus sæti í stjórn og nefndum. Þau sæti sem standa til boða eru:

Stjórn: Tveir meðstjórnendur og einn varamaður = Báðir meðstjórnendur gefa kost á sér áfram en ekki varamaður, framboð óskast í amk stöðu varamanns. 


Kjaranefnd: Þrír nefndarmenn = Tveir gefa kost á sér áfram, framboð óskast í amk 1 sæti. 


Fræðslu- og kynningarnefnd: Tveir nefndarmenn = Einn bíður sig fram aftur, framboð óskast í amk 1 sæti. 


Ritnefnd: Einn nefndarmaður = Framboð óskast. 


Skoðunarmaður reikninga: Einn nefndarmaður = Framboð óskast. 


NÝTT! Fræðslu- og kynningarnefnd fyrir norður- og austurland og mun nefndin starfa með sama hætti og Fræðslu- og kynningarnefnd félagsins. Nýja nefndin mun starfa í samstarfi við núverandi fræðslu- og kynningarnefnd sem og stjórn félagsins: Þrír nefndarmenn = Framboð óskast í öll þrjú sætin. 


Málþing og aðalfundur Iðjuþjálfafélagsins verður haldið í Borgartúni, föstudaginn 9. mars og hefst dagskráin með málþingi kl. 14:30. Aðalfundur verður kl. 16:15 og þá verður kosið í stjórn og nefndir félagsins. Málþing og aðalfundur verður auglýst sérstaklega síðar. 


Allar upplýsingar um starf nefnda má finna í Handbók félagsins á innri vef (aðgangs- og lykilorð; idju/idfelag). Hvetjum áhugasama til að kynna sér hlutverk nefnda og lengd kjörtímabila í hverri nefnd. Í handbókinni er einnig yfirlit yfir greiðslur fyrir störf í þágu félagsins. 


Vinsamlegast sendið tilkynningu um framboð ásamt stuttri kynningu, s.s. vinnustað og útskriftarár eigi síðar en 18. febrúar á g.hallgrimsdottir@gmail.com

Bestu kveðjur,kjörnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands árið 2018

Elsa Sigríður, Guðrún Jóhanna og Maren Ósk